Dómkirkjan í Flórens

Dómkirkjan í Flórens (ítalska: Cattedrale di Santa Maria del Fiore, dómkirkja heilagrar Maríu í Flórens; eða almennt Il Duomo di Firenze, „dómkirkjan í Flórens“) er dómkirkja í borginni Flórens á Ítalíu. Kirkjan var reist á grunni eldri kirkju sem var helguð heilagri Reparötu en nýja kirkjan er helguð heilagri Maríu sem er kennd við borgina sjálfa (del Fiore, sem vísar til borgarinnar). Hún er í gotneskum stíl samkvæmt teikningu Arnolfo di Cambio og er gerð úr múrsteini og marmara. Vinna við hana hófst árið 1296. Hún var vígð árið 1436 þegar lokið hafði verið við hvelfinguna sem Filippo Brunelleschi hannaði. Kirkjan er klædd grænum og hvítum marmara en framhlið hennar var gerð í nýgotneskum stíl á 19. öld.

Dómkirkjan í Flórens
Dómkirkjan í Flórens
Fáni Ítalíu Flórens
Almennt
Byggingarár:  1296
Arkitektúr
Byggingatækni:  Gotnesk, endurreisn, gotnesk endurreisn

Dómkirkjan stendur á dómkirkjutorginu, Piazza del Duomo, í jaðri hinnar sögulegu miðborgar Flórens. Kirkjan sem stóð þar á undan henni var upphaflega utan borgarmúranna. Á torginu standa líka Skírnarkirkjan í Flórens og Klukkuturn Giottos. Allar þrjár byggingarnar eru hluti af heimsminjaskrá UNESCO ásamt miðborginni allri. Kirkjuskipið er eitt af þeim stærstu sem finnast á Ítalíu og hvelfingin er stærsta hvelfing sem byggð hefur verið úr hlöðnum steini.

Kirkjan er biskupskirkja kaþólska erkibiskupsdæmisins í Flórens. Núverandi erkibiskup er Giuseppe Betori.

Heimildir

breyta
  • Guida d'Italia, Firenze e provincia ("Guida Rossa"), Touring Club Italiano, Milano 2007.
  • Eugenio Battisti, Filippo Brunelleschi, Electa, Milano, 1976; ried. Mondadori, Milano 1989. ISBN 88-435-2789-4.
  • Enzo Carli, Arnolfo, Edam, Firenze 1993.
  • Francesca Corsi Masi, Il ballatoio interno della Cattedrale di Firenze, Pacini, Pisa 2005.
  • Cesare Guasti, Santa Maria del Fiore. La costruzione della Chiesa e del Campanile, Firenze, Ricci, 1887; rist. anast. Forni, Bologna 1974.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.