Þrætubók

(Endurbeint frá Díalektík)

Þrætubók (rökmálslist eða díalektík) er að leggja mál fyrir og það á tvo ólíka og gjarnan öndverða vegu, og reyna að vega og meta með rökfræðinni hvor kosturinn sé betri. Þrætubók hefur þó einnig á sér verri stimpilinn og er það sumum sófistunum að kenna sem segja mætti að hafi komið óorði á þrætubókina. Platon reyndi að nota þrætubók til að leiða sig að sannleikanum. Stundum er einnig talað um þrætubókarlist og talað um að einhver „iðki þrætubókarlist“.

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.