Svanurinn (stjörnumerki)
(Endurbeint frá Cygnus (stjörnumerki))
Svanurinn (latína: Cygnus) er stjörnumerki á norðurhimni. Svanurinn er eitt þeirra stjörnumerkja sem Kládíus Ptólmæos skráði á 2. öld og er talið vísa ýmist í goðsöguna um Ledu og svaninn eða Orfeif. Svanurinn er fremur stórt stjörnumerki með eina af björtustu stjörnum himinsins, Deneb. Hún er reginrisastjarna í um 1.600 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Deneb myndar toppinn á stjörnuþyrpingu sem nefnist Norðurkrossinn (sbr. Suðurkrossinn á suðurhimni). Svanurinn inniheldur margar bjartar stjörnur og þekkt djúpfyrirbæri. Keplersjónaukanum er beint að Svaninum í leit að fjarreikistjörnum.