Columbia (ofurtölva)

Columbia er ofurtölva byggð af Silicon Graphics og Bandarísku geimferðarstofnuninni NASA, hún er sem stendur (samkvæmt TOP500 listanum) fjórða öflugasta ofurtölva í heimi (á eftir Blue Gene/L) en hraði hennar mældist 51,87 teraflop í LINPACK hraðaprófunum.

Séð yfir vélasal Columbia

Verk hennar eru að herma eftir geimferðum, spá fyrir um veðurfar, gera rannsóknir á lofthjúpi jarðar auk þess sem aðrar ríkisstofnanir og rannsóknarstofur Bandaríkjanna fá aðgang að henni fyrir hin ýmsu verkefni.

Hönnun breyta

Columbia er samansett af tuttugu 512 örgjörva SGI Altix 3700 BX2 vélum eða samtals 10.240 örgjörvum. Hún keyrir eina ræsimynd af Linux kjarnanum en aldrei áður hefur jafn mörgum örgjörvum verið stjórnað af einu Linux kerfi (Kalpana tölva NASA átti fyrra metið með 512 örgjörva). Innbyrðis eru vélarnar tengdar saman með Voltaire InfiniBand ISR 9288 288 tengla skipti (e. switch) sem hefur allt upp í 1.024 megabæta færslugetu á sekúndu.

Samanlagt vinnsluminni hennar er 20.480 terabæt, og geymslupláss hennar 440 terabæt en gögn eru geymd á SGI InfiniteStorage vélum sem tengd eru við hana.

Tenglar breyta