Club Penguin er tölvuleikur sem spilaður er á netinu. Spilarar búa til mörgæs sem getur gert ýmsa hluti. Hægt er að fara í ýmsa leiki í leiknum og geta notendur fengið innistæðu í leiknum. Þá á hver mörgæs sitt eigið snjóhús og getur hannað það eftir sínum vilja.[1] Notendur geta keypt ákveðna hluti en til að geta keypt fleiri hluti þarf að kaupa áskrift. Það er hægt að hafa opið spjall í leiknum en ef mörgæs skrifar orð sem er bannað að skrifa getur viðkomandi fengið sólarhringsbann.

Heimildir

breyta
  1. Flanagan, Caitlin (1. júlí 2007). „Babes in the Woods“. The Atlantic (enska). ISSN 2151-9463. Sótt 16. október 2024.