Chromium
Chromium er opinn vafri og þróunarverkefni sem deilir frumkóða með Google Chrome. Google Chrome bætir við ýmsum aukabúnaði sem ekki er dreift sjálfkrafa með Chromium, eins og PDF-lesara og stuðningi við Adobe Flash. Chromium er hannaður sem einfaldur flipavafri og kom fyrst út árið 2008.