Chiafræ eru æt fræ af jurtinni Salvia hispanica sem er blómplanta af varablómaætt upprunnin í Mið-Ameríku eða af skyldri jurt Salvia columbariae sem er frá suðvesturríkjum Bandaríkjanna og Mexíkó. Chiafræ eru egglaga og grá með svörtum og hvítum blettum og eru um 1 mm að þvermáli. Fræin draga í sig vatn og geta tekið upp 12 sinnum þyngd sína af vökva. Fæða og drykkir með chiafræum eru því oft eins og gel.

Chiafræ

Chiafræ voru frá fornu fari mikilvæg fæða frumbyggja Ameríku. Chia-fræ innihalda mikið af Omega 3 og Omega 6 fitusýrum, trefjum og próteini. [1][2]

Chiafræ 2 mm langt


Tilvísanir

breyta
  1. „Chia-plantan sem grafin var úr gleymsku“. www.bbl.is. Sótt 29. september 2019.
  2. Elísabet Margeirsdóttir Chiafræ okurfæða eða ofurfæða, SÍBS blaðið, 3. tölublað (01.10.2012), Blaðsíða 12