Carex aquatilis er stör sem hefur útbreiðslu víða í kring um norður heimskaut. Það vex í mörgum gerðum fjalla og heimskautabúsvæðis, þar á meðal túndrum, mýrum og tempruðum barrskógum og engjum. Það eru allnokkur afbrigði af þessari tegund, og er hún nokkuð breytileg í útliti. Hún er með þríhyrnda stöngla sem verða frá 20 til 120 sm háir, og er yfirleitt ekki í hnausum eins og margar aðrar starir. Hún vex af þéttum jarðstönglum sem mynda þétt teppi af fíngerðum rótum sem eru nógu þéttar til að mynda torf, og eru með (jarðstönglarnir) loftæðar sem veitir plöntunni möguleika á að lifa af í súrefnissnauðum jarðvegi eins og þungri leir.[1] Stoðblöðin eru lengri en blómskipunin sjálf. 2 til 3 karlöx og 3 til 5 kvenöx, oft með karlblóm í enda. Fræin eru gljáandi svört, og þó að tegundin fjölgi sér einstaka sinnum með fræi, breiðist hún aðallega út kynlaust með rót.[1] Í reynd er það svo að flestir sprotarnir mynda ekki blóm.[1] Þessi fjölæra planta getur orðið 10 ára eða meira, getur myndað þegar jarðstöngullinn grotnar, og er oft notuð í endurræktun á svæðum þar sem mór hefur verið uppskorinn.[1]

Carex aquatilis

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Dulfrævingar (Angiospermae)
(óraðað) Einkímblöðungar (Monocotyledon)
Ættbálkur: Grasabálkur (Poales)
Ætt: Stararætt (Cyperaceae)
Ættkvísl: Starir (Carex)
Tegund:
C. aquatilis

Tvínefni
Carex aquatilis
Wahlenb.

Tilvísanir

breyta

Ytri tenglar

breyta