Capellini
Capellini er tegund af pasta sem er mjög þunnar hveitilengjur, þvermál er milli 0,85 mm og 0,92 mm
Capelli d'angelo eða englahár með þvermál milli 0,78 og 0,88 mm er ennþá þynnra afbrigði af capellini. Englahár er oftast selt í lögun eins og hreiður. Það hefur verið vinsælt á Ítalíu frá 15. öld og passar vel í súpur og sem pasta asciutta með sjávarfangi.