Cape Town-yfirlýsing

Í september árið 2007 varð hin svokallaða Cape Town yfirlýsing um opið nám til, hún varð til á litlum en áhrifaríkum fundi sem haldinn var í Cape Town í Suður Afríku. Á fundinum voru þrjátíu helstu talsmenn opins menntaefnis. Eftir fundinn voru gefin út drög að yfirlýsingunni en síðan þá hefur hún verið betrumbætt af mörgum. [1]

Cape Town, þar sem yfirlýsingin varð til.

Markmið fundarins var að stuðla að opnari aðgangi á allskyns auðlindum, svo sem tækni og kennsluefni. Cape Town yfirlýsingin er í raun beiðni til menntasamfélagsins að deila með öðrum því efni sem þeir hafa undir hendi. Tilgangurinn er að gera námsgögn opinber, aðgengileg og án kostnaðar. [2]Yfirlýsingin var síðan gerð opinber í janúar árið 2008. [3]

Yfirlýsingin hefur þegar verið undirrituð af hundruðum manna um allan heim. Þar á meðal nemendum, kennurum, útgefendum og öðrum sem tengjast menntamálum á einhvern hátt. [4]

Yfirlýsingin er ekki löng en í henni má meðal annars lesa að við séum á mörkum alþjóðlegrar byltingar hvað varðar kennslu og lærdóm. Er því haldið fram þar sem mun auðveldara er að nálgast efni en það var áður fyrr. Einnig kemur fram að nú sé skólafólk farið að deila með öðrum miklu magni námsefnis. Námsefnið er frítt og opið öllum sem gerir það auðveldara að auka við þekkingu sína. Með þessu verður kennslan áhrifaríkari þar sem samstarf myndast. Kennarar deila efninu á netið í þeirri trú að það verði skoðað, notað og jafnvel betrumbætt. Með þessu ætti menntun að verða áhrifaríkari og aðgengilegri. Lesa má yfirlýsinguna í heild sinni hér. [5]

Yfirlýsingin er í heild sinni áskorun þess efnis að menntafólk deili með öðrum þeim menntaauðlindum sem það býr yfir. Stefnt er að því að fólk geti gengið að efninu í gengum internetið sama hvar það er statt í heiminum, bæði til þess að auka við eigin þekkingu ásamt því að bæta við það sem er þegar til staðar. [6]

Heimildir

breyta

D’Antoni, Susan. (2009). Open Educationl Resources: reviewing initiatives and issues. Open Learning, 24(1), 3-10. Sótt af http://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/02680510802625443

Deacon, Andrew og Wynsculley, Catherine. (2009). Educators and the Cape Town Open Learning Declaration: Rhetorically reducing distance. International Journal of Education and Development using information and Communication Technology. 117-129. Sótt af http://search.proquest.com/docview/887962459/fulltextPDF/29C56B299D2F43EEPQ/1?accountid=135701

The Cape Town Open Education Declaration. (e.d.). Home. Sótt af http://www.capetowndeclaration.org

The Cape Town Open Education Declaration. (e.d.). Read the Declaration. Sótt af http://www.capetowndeclaration.org/read-the-declaration

Tilvísanir

breyta
  1. The Cape Town Open Education Declaration. (e.d.). Home. Sótt af http://www.capetowndeclaration.org
  2. D’Antoni, Susan. (2009). Open Educationl Resources: reviewing initiatives and issues. Open Learning, 24(1), 3-10. Sótt af http://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/02680510802625443
  3. Deacon, Andrew og Wynsculley, Catherine. (2009). Educators and the Cape Town Open Learning Declaration: Rhetorically reducing distance. International Journal of Education and Development using information and Communication Technology. 117-129. Sótt af http://search.proquest.com/docview/887962459/fulltextPDF/29C56B299D2F43EEPQ/1?accountid=135701
  4. The Cape Town Open Education Declaration. (e.d.). Home. Sótt af http://www.capetowndeclaration.org
  5. The Cape Town Open Education Declaration. (e.d.). Read the Declaration. Sótt af http://www.capetowndeclaration.org/read-the-declaration
  6. Deacon, Andrew og Wynsculley, Catherine. (2009). Educators and the Cape Town Open Learning Declaration: Rhetorically reducing distance. International Journal of Education and Development using information and Communication Technology. 117-129. Sótt af http://search.proquest.com/docview/887962459/fulltextPDF/29C56B299D2F43EEPQ/1?accountid=135701