Canonical XML
Canonical XML eða staðal-XML er staðalform XML. Hugmyndin er að auðvelda samanburð á XML-skjölum með því að staðla þau (samræma til dæmis leturbil, línubil, gæsalappir o.s.frv.). Canonical XML-skjöl notast við UTF-8-stafasettið, tákna línubil með 0x0A, eru með samræmd stafabil í eigindum, nota ekki CDATA-kafla og nota ekki einstæð tög heldur alltaf bæði upphafs- og endatög, sem dæmi.