Byggingafræði
Byggingafræði er nám til bakkalárgráðu sem blandar saman ýmsum atriðum úr byggingalist (arkitektúr), byggingartækni, og stjórnun. Námið er að danskri fyrirmynd.
Meginmarkmið námsins er að nemendur verði færir um að sinna fjölbreytilegum störfum í byggingaiðnaði og atvinnulífi og þá sérstaklega sem fagaðilar milli byggingahönnuða og framkvæmdaraðila.
Saga
breytaFræðigreinin byggingafræði á rætur að rekja aftur til loka 19. aldar. Upphaf Byggingafræði er miða við stofnun námsbrautar í Danmörku árið 1882, þar hófst kennsla efnisfræði og teikningu fyrir húsasmíðameisturum. Þetta var svar við kröfu byggingariðnaðarins á þeim tíma, um að brúa þyrfti bilið sem olli oft á tíðum misskilningi milli hönnuða og iðnaðarmanna. Árið 1934 fengu danskir byggingameistaraskólar að útskrifa byggingafræðinga eftir 2½ árs nám, en árið 1960 urðu til svokallaðir byggingafræðiskólar. Byggingafræðingnum var ætlað það hlutverk að sinna samskiptum og efla skilning á milli iðnaðarmanna og hönnuða. Hann skyldi vera iðnmenntaður til að skilja iðnaðarmenn en hafa einnig góða þekkingu á á öllum þáttum bygginga: hönnun, skipulagningu og útfærslum til þess að skilja tungumál hönnuða. Á sjöunda áratug síðustu aldar hófu íslenskir iðnaðarmenn að sækja sér framhaldsmenntun í húsahönnun til Danmerkur. Einkum voru þessir nemendur með bakgrunn sem sveinar í húsasmíði og múriðn. Þessir nemendur fengu að lokinni útskrift danska starfsheitið bygningskonstruktør. Árið 1967 var námið lengt í 3½ árs nám og árið 1978 fékkst íslenska starfsheitið byggingafræðingur flokkað sem lögverndað starfsheiti og réttindi byggingafræðings til að árita aðaluppdrætti var samþykkt. Þessum árangri má þakka þeirri miklu vinnu sem þáverandi stjórn Byggingafræðingafélags Íslands lagði í að fá byggingfræði metna á jafns við réttindi byggingkonstruktør í Danmörku.
Árið 2001 var inntökuskilyrðum í byggingafræði breytt í Danmörku. Iðnmenntun var ekki lengur skilyrði, því stúdentspróf veitti nú jafnan inngöngurétt. Í framhaldinu var námið viðurkennt sem nám til bakkalárprófs líkt og önnur grunnnám á háskólastigi þar í landi. Í áranna rás hefur starfsgreinin þróast og breyst í takt við breyttar kröfur byggingaiðnaðarins og í dag er námið fjölbreytt og spannar breiðara svið en flest önnur nám innan byggingageirans.
Réttindi
breytaNemandi með iðnmenntun á byggingarsviði öðlast sjálfkrafa réttindi til meistarabréfs í viðkomandi iðngrein að loknu námi í byggingafræði. Að námi loknu hlýtur nemandinn bakkalárgráðu í byggingafræði og uppfyllir skilyrði til að hljóta lögverndaða starfsheitið byggingafræðingur, sem skilgreint er af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Byggingafræðingar eiga möguleika á að verða löggildir mannvirkjahönnuðir að uppfylltum skilyrðum og að undangengnum starfstíma, námskeiði og prófi á vegum Mannvirkjastofnunar. Geta þeir þá starfað sem sjálfstæðir hönnuðir með réttindi til að skila inn aðal- og séruppdráttum.
Byggingafræðingafélag Íslands
breytaByggingafræðingafélag Íslands (BFÍ) er hagsmunafélag sem gætir að hagsmunum byggingafræðinga, eflir samstarf þeirra, kynnir félagið út á við og stuðlar að aukinni fræðslu og endurmenntun félaga. Markmið félagsins er einnig að efla og bæta allt er snýr að mannvirkjagerð og umhverfi þeirra.
Saga félagsins
breytaÁrið 1967 var fundað á Hótel Loftleiðum og þar stofnað Félag tækniarkitekta. Í fundargerð frá þeim fundi kemur fram að menn hafi verið hræddir um að til málshöfðunar gæti komið vegna notkunar orðsins arkitekt, en að rétt væri að láta á það reyna. Síðar sama ár barst bréf frá iðnaðarmálaráðuneytinu þar sem því var hafnað að þeir sem á dönsku kölluðust bygningskonstruktører, fengju að nota starfsheitið tækniarkitekt. Á þessum tíma lá fyrir hjá Alþingi frumvarp til byggingarlaga, þar sem átti í fyrsta skipti að setja inn þau starfsheiti sem öðlast réttindi til að árita aðaluppdrætti. Eftir fund sem þrír félagar sátu með iðnaðarmálaráðherra var niðurstaðan sú að til þess að eiga möguleika á að fá lögverndað starfsheiti inn í ný byggingarlög, væri rétt að hætta við notkun starfsheitisins tækniarkitekt. Ráðherra ítrekaði afstöðu ráðuneytisins vegna andstöðu Arkitektafélags Íslands en lofaði stuðningi við starfsheitið byggingafræðingur. Þann 6. janúar 1968 var haldinn félagsfundur hjá Félagi tækniarkitekta og samþykkt að stofna Félag byggingafræðinga. Þennan dag var BFÍ stofnað af 14 ungum mönnum eftir mikla vinnu og þrautseigju. Félaginu voru sett lög og kosið var í stjórnir. Á næstu árum fólust störf félagsins aðallega í því að fá starfsheitið byggingafræðingur lögverndað og að þeim veittust réttindi til að árita aðaluppdrætti. Þessi réttindi fengust að lokum samþykkt í byggingarlögum nr. 54/1978. Þrátt fyrir samþykktina á lögunum frá árinu 1978 var baráttunni ekki lokið. Árin 1986 og 1987 voru mikil átakaár í sögu félagsins. Arkitektafélags Íslands hafði barist fyrir því í mörg ár að löggjafinn svipti byggingafræðinga réttindum þeirra til að árita aðaluppdrætti, af þeim sökum að menntun þeirra uppfyllti ekki kröfur og að þeir væru þar með ekki til þess hæfir. Arkitektafélags Íslands tapaði málinu bæði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og í Hæstarétti Íslands. Barátta byggingafræðinga fyrir bættum kjörum á vinnumarkaði hefur haldið áfram frá þessum tíma. Byggingafræðingafélag Íslands er þeirra hagsmunagæsluaðili skv. lögum félagsins ásamt SFB.
Stéttarfélag byggingafræðinga
breytaStéttarfélag byggingafræðinga (SFB) var stofnað árið 2004. Félagið er með þjónustusamning við Verkfræðingafélag Íslands um rekstur félagsins og þjónustu við félaga. SFB semur um kaup og kjör fyrir byggingafræðinga og gætir hagsmuna þeirra ásamt Byggingafræðingafélaginu.
Heimildir
breyta- Heimasíða Byggingafræðingafélag Íslands Geymt 8 ágúst 2013 í Wayback Machine Heimildir teknar af vef Byggingafræðingafélag Íslands með leyfi Stjórnar BFÍ 2014.