Byggðarmerki eru auðkenni sveitarfélaga og þurfa að uppfylla nokkuð nákvæmar reglur um útlit sem byggðar eru á meginreglum skjaldarmerkjafræðanna. Byggðarmerki er ekki unnt að skrá ef merkið hefur að geyma án heimildar þjóðfána, ríkistákn, opinber alþjóðamerki, skjaldarmerki, opinber skoðunar- eða gæðamerki, opinbera stimpla, skráð vörumerki, skráð félaga- eða gæðamerki, heiti á atvinnustarfsemi, merki sem sótt hefur verið um skráningu á eða annað sem til þess er fallið að villst verði á því og framangreindum merkjum. Skráning byggðarmerkja á sér stoð í 5. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og um þau gildir reglugerð nr. 112/1999. Hugverkastofan fer með málefni varðandi byggðarmerki.

Tengill

breyta

Sveitastjórnarlög