Busun
Orðið busun eða busavíglsa er haft um eins konar vígslu nýnema, s.k. „busa“, inn í samfélag nemenda og kennara framhaldsskóla.
Busun er nokkurskonar manndómsvígsla eða leið eldri nemenda til að sýna þeim yngri hvar þeir standa, en um leið er þeir boðnir velkomnir í viðkomandi samfélag sem annars er lokað. Busun hefur verið órjúfanlegur hluti inngöngu nema í framhaldsskóla undanfarna áratugi. Þær eru með mismunandi yfirbragði eftir framhaldsskólum.
Samkvæmt vísindavef Háskóla Íslands er orðið „busi“ hugsanlega myndað af latneska lýsingarorðinu „novus“ eða nýr. Þágufall fleirtölu er „novis“ en „busi“ er mögulega myndað af síðari lið orðmyndarinnar „novibus“ sem er ranglega myndað þágufall fleirtölu.[1]
Ýmsar skoðanir hafa verið uppi um ágæti þessa siðar. Hér eru nokkrar ívitnanir:
Hvað er busun eiginlega? Busunin gengur út á að koma busa í skilning um að þeir megi til að tileinka sér nýjar siðareglur þeir hafa vanist hingað til, siðareglur sem gildi innan veggja skólans. Eru þær margar og nauðsynlegar skólanum til andlegs viðhalds.“ | ||
— Muninn skólablað MA 2004[2]
|
Nýnemar í Verkmenntaskólanum á Akureyri fengu óblíðar móttökur hjá eldri og ráðsettari nemum í fyrradag er busavígslan fór fram. Busunum var hent niður rennibraut og ofan í ókræsilegan poll. Eldri nemar höfðu safnað saman mysu, matarurgöngum og fleiru og fengið hrært í Síldarverksmiðjunni í Krossanesi. Voru busarnir heldur illa þefjaðir er þeir stóðu upp eftir að búið var að stinga þeim ofan í drullupollinn. | ||
— Frétt í Morgunblaðinu af busun í VMA 2007 '[3]
|
Í framhaldi af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur vorið 2012, þar sem starfsfólk Menntaskólans í Reykjavík var dæmt fyrir vítavert gáleysi þegar alvarlegt slys varð í hefðbundnum gangaslag, er líklegt að busun í framhaldsskólunum taki breytingum. Íslenska ríkinu var þar gert að greiða tæpar 9 milljónir kr. í bætur. [4]
Tilvísanir
breyta- ↑ Guðrún Kvaran (20. júlí 2009). „Hvaðan kemur orðið busi?“. Vísindavefur HÍ. Sótt 27. ágúst 2012.
- ↑ „Busun“. Muninn, Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri. 1. nóvember 2004. Sótt 27. ágúst 2012.
- ↑ „Illa þefjaðir eftir busavígsluna“. Morgunblaðið, 211. Tölublað, bls. 36. 19. september 1987. Sótt 27. ágúst 2012.
- ↑ „Héraðsdóms Reykjavíkur 25. apríl 2012 í máli nr. E-2939/2011“. Héraðsdómur Reykjavíkur. 25. apríl 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. mars 2016. Sótt 27. ágúst 2012.
Heimildir
breyta- „Hvaðan kemur orðið busi?“, Prófessor Guðrún Kvaran: Vísindavefurinn 20. júlí 2009. (Skoðað 27.8.2012).
- „Busun“ Grein Hildigunnar Þórsdóttur, Muninn 1. tölublað Nemendafélags Menntaskólans á Akureyri, 1. nóvember 2004, Bls. 26-7.
- „Hin árlega busavígsla - til hvers?“ Grein eftir Cilia Marianne Úlfsdóttur þjóðfræðingi, í Fréttablaðinu, 26. ágúst 2012.
- „Illa þefjaðir eftir busavígsluna“ Frétt í Morgunblaðinu 19. september 1987, 211. tölublaði, bls. 36.
- Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2939/2011 Geymt 14 mars 2016 í Wayback Machine þann 25. april 2012.
- Busun „eða Tollering“ í Menntaskólanum í Reykjavík þann 4. september 2008.
- Busun í Menntaskólanum á Akureyri þann 16. september 2008.
- Busun á Menntaskólanum á Ísafirði í ágúst 2007.
- Busun í Fjölbrautarskólanum Breiðholti þann 7. september 2011.
- Busun í Flensborg Hafnarfirði þann 7.september 2010.
- Busun í Verkmenntaskólanum á Akureyri þann 30. ágúst 2007.