Bryntogari er herskip sem líkist mjög togurum, sem notaðir eru til fiskveiða, en eru að nokkru leyti útbúnir eins og brynskip til sjóhernaðar. Bryntogarar voru mikið notaðir í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni, og komu t.d. við sögu við Grænland- og Íslandsstrendur í þeirri seinni.