Bronsaldarhrunið
Bronsaldarhrunið er samheiti yfir fjóra atburði sem áttu sér stað við lok bronsaldarinnar. Þeir fjórir atburðir eru fall Hittítaríkisins í Litlu-Asíu, lok mýkenumenningarinnar á Grikklandi, endalok Nýríkisins í Egyptalandi og loks fall borgarinnar Úgarít.