Bridgetown
Bridgetown er höfuðborg og stærsta borg Barbados með um 110 þúsund íbúa. Hún er á suðvesturströnd eyjarinnar. Alþjóðaflugvöllurinn Grantley Adams-flugvöllur er um 16 km suðvestan við miðborgina. Borgin var stofnuð af breskum landnemum á fyrri hluta 17. aldar. Árið 1824 varð bærinn biskupsstóll Barbados og Kulborðseyja og fékk við það borgarréttindi. Á 19. öld var borgin stjórnarsetur bresku nýlendnanna á Kulborðseyjum. Engin sveitarstjórn er í Bridgetown en borginni er stjórnað af þingi Barbados.