Breiðholtskirkja
kirkja í Reykjavík
Breiðholtskirkja er ein af þremur kirkjum í Breiðholti, hinar tvær eru Seljakirkja og Fella- og Hólakirkja. Breiðholtssöfnuður var stofnaður þann 14. janúar 1972 en bygging kirkjunnar hófst árið 1978 þegar sr. Lárus Halldórsson, þáverandi sóknarprestur og fyrsti prestur safnaðarins, tók fyrstu skóflustungu að kirkjunni.
Breiðholtskirkja | ||
Almennt | ||
Prestakall: | Breiðholtsprestakall | |
---|---|---|
Núverandi prestur: | Gísli Jónasson | |
Byggingarár: | 1988 | |
Arkitektúr | ||
Efni: | Steinsteypa | |
Kirkjan er byggð eftir teikningu Guðmundar Kr. Kristinssonar og Ferdinands Alfreðssonar arkitekta og Harðar Björnssonar byggingarverkfræðinga. Steypuvinnu við kirkjuna lauk árið 1980 en kirkjan var vígð 13. mars 1988.
Núverandi sóknarprestur er sr. Gísli Jónasson en hann var kosinn sóknarprestur árið 1986 þegar sr. Lárus Halldórsson lét af störfum.
Heimildir
breyta- Breiðholtskirkja, Breiðholtssókn Geymt 22 nóvember 2014 í Wayback Machine