Breiðbandið
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Breiðbandið er hljómsveit úr Keflavík sem blandar saman uppistandi og tónlist. Hljómsveitin starfaði mest á árunum 2003 til 2013 en hefur komið fram við sérstök tækifæri eftir það. Nafnið á hljómsveitina er tilvísun í það að allir séu hljómsveitarmeðlirnir í þyngri kantinum.[1]
Meðlimir
breyta- Ómar Ólafsson (söngur/gítar),
- Magnús Sigurðsson (Banjó/söngur) og
- Rúnar Ingi Hannah (söngur/gamanmál).
Sagan
breytaAllir meðlimir hljómsveitarinnar hafa þekkst frá unglingsárum og meðal annars tekið þátt í tónlistar og leiklistar starfi á framhaldsskóla árum. Sú ákvörðun um að hittast og gera eitthvað í tónlist á fullorðins árum fæddist á herrakvöldi Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur 27. desember 2002. Þar höfðu Magnús og Rúnar komið fram og spilað nokkur grínlög með texum um Keflvíska körfuboltakappa. Meðlimir sveitarinnar hittust svo í febrúar 2003 og fyrsta hugmynd var að gera söngbók með skemmtilegum lögum. Hugmynd að nafni á þessa partí-söngbók var "Ekkert helvítis stál og hnífur eða Jósep, Jósep".
Skömmu eftir þetta var Rúnar beðin um aðstoð við að semja ræðu sem flytja átti í brúðkaupi. Í sínu þekkta bráðlæti skellti Rúnar því fram hvort það væri ekki sniðugt að þeir félagar myndu semja sniðuga texta um brúðarhjónin og skella við þekkt lög og flytja í brúðkaupinu og þá þyrfti ræðuhaldarinn lítið að segja. Þessi kostaboði var tekið með miklum fögnuði. Nýja hljómsveitin kom fram undir nafninu H.......
Ákveðið var að semja eigin lög með gríntextum og þetta fyrsta starfsár fæddust svo til ný lög á hverri æfingu. Nafninu var breytt í Breiðbandið enda takmarkaður markhópur að spila bara í brúðkaupum. Breiðbandið hafði nóg að gera næstu árin. Flestar helgar voru bókaðar og það kom til að skemmt var á þrem stöðum sama kvöldið.[heimild vantar]
Jólalögin
breytaHvað er það við jólin?
breytaLagið "Hvað er það við jólin" var samið í aðdraganda jólana 2003. Lagið veltir því upp afhverju konur þurfa að fara á taugum fyrir jólin. Lagið var tekið upp í Geimstein sem er í næsta nágrenni við æfingahúsnæði hljómsveitarinnar. Upptökustjóri var hinn landsþekkti tónlistarmaður Sigurður Halldór Guðmundsson sem lengi hefur verið kenndur við hljómsveitina Hjálma. Lagið var svo sent í jólalagakeppni Rása 2 og endaði þar í þriðja sæti og fékk nokkra spilun.[heimild vantar]
Elsku Helga Möller.
breytaLagið "Elsku Helga Möller" fjallar um að jólin byrja ekki fyrr en þú hefur heyrt eitt jólalag með Helgu Möller en meðlimir Breiðbandsins eru mikil jólabörn og miklir aðdáendur Helgu Möller. Lagið er með fjölmargar skírskotanir í þekktustu jólalög Helgu.
15 ára afmælistónleikar.
breytaÍ maí 2018 þegar hljómsveitin varð 15 ára voru haldnir tónleikar sem eru nú aðgengilegir á Youtube. Hilmar Bragi Bárðarson sá um myndatöku og á allan heiður af því að tónleikarnir eru aðgengilegir og komandi kynslóðir geta notið.
Plötur
breytaFyrri tvær plöturnar eru tónleikaplötur þar sem tónlist og gríni er blandað saman.
Breiðbandið - Af fullum þunga (2004)
breyta- Innkoma (0:21)
- Ég las og las (2:50)
- Bæjarbragur 2004 (Reykjanesbær) (3:12)
- Hafnargatan (2:54)
- Eydís (4:43)
- Þúsundkallinn (4:39)
- Hin eina sanna ást (3:34)
- Hvað er það við jólin (4:28)
- Hrútspungabragur (0:24)
- Nú er ég farinn (1:30)
- Bringuhár og bartar (2:46)
- Bænin (4:09)
- Ferminningar (3:00)
- Í gegnum tíðina (4:21)
- Ekki fædd eins (3:47)
- Bikarkeppnin (4:16)
- Úr að ofan (4:30)
- Samtök kvenna (5:17)
- Sameiginlegt (2:11)
- Ætar nærbuxur (5:03)
- Feitur og frjáls (2:50)
- Eydís (Hljóðversupptaka) (4:30)
- Hvað er það við jólin (Hljóðversupptaka) (3:32)
Breiðbandið - Léttir á sér (2006)
breyta- Velkomin (1:08)
- Góða kvöldið góðir gestir (0:51)
- Leka út (0:19)
- Ljóskan (3:22)
- Almenningssalerni (1:06)
- Þingmaður fólksins (2:11)
- Áritun (1:27)
- Fíknin (2:47)
- Konan hans kidda (3:07)
- Elsku Lúlla Möller (2:28)
- Framhjáhald (2:43)
- Saga konu og manns (2:48)
- Megrunarlausi dagurinn (0:51)
- Megrunarblús (3:21)
- Koddahjal (3:17)
- Fat Free (2:13)
- Kvenremba (0:36)
- Öðlingurinn (2:49)
- Að koma fullur heim (5:57)
- Í guðanna bænum (2:39)
- Hjálpartæki (3:09)
- Fullkominn maður (1:36)
- Saman uppi í rúmi (1:55)
- Konurnar heim (3:15)
- Atlas (4:49)
- Gerðu það, Lúlla? (2:54)
- Þakkir (1:10)
- Breiðbandið léttir á Sér (3:37)
- Megrunarblús (Hljóðv. Upptaka) (3:21)
- Elsku Helga Möller (Hljóðv. Upptaka) (3:16)
- Við ætlum á toppinn (Hljóðv. Upptaka) (2:18)
Breiðbandið - Bætir á sig (2010)
breytaPlatan var tekin upp í upptökuheimilinu Geimsteinn.
- Dett'íða (2:51)
- Í guðanna bænum (2:47)
- Fíknin (3:02)
- Ekki fædd eins (3:16)
- Hún fór frá mér (2:28)
- Nágranninn (3:54)
- Ástin leynist í góðri lygi (3:25)
- Popppunktur (3:18)
- Ferminningar (3:05)
- Hafnargatan (3:43)
- Saga konu og manns (2:50)
- Gay Pride (1:59)
- Sameiginlegt (2:08)
- Feitur og frjáls (2:33)
Ytri tenglar
breytaMyndbönd
breytaBreiðbandið hefur gert nokkur myndbönd við sín vinsælustu lög og eru þau öll á Youtube.
- Hafnargatan - fjallar um það menningargildi sem þessi aðalgata í Keflavíkur hefur haft í gegnum árin.
- Popppunktur - fjallar um þann stóra draum Breiðbandsins að komast í sjónvarpsþáttinn Popppunkt. Lagið gerði það að verkum að hljómsveitin komst í þáttinn.
- Hún fór frá mér - fjallar um sambandsslit vegna ástar úr óvæntri átt.
- Ferminningar - fjallar um ástina á unglingsárum.
- Megrunarblús - fjallar um glímuna við aukakílóin.
- Þingmaður fólksins - fjallar um stjórnmál.
- Eydís - fjallar um 80´s áratuginn.
- Við ætlum á toppinn. Stuðningslag Keflavíkur gert í samstarfi við Pumasveitina sem var stuðningssveit liðsins
- 15 ára afmælistónleikar Breiðbandsins.
Heimildir
breyta- ↑ „Breiðbandið er feitasta bandið“. www.mbl.is. Sótt 9. janúar 2021.