Brandari
(Endurbeint frá Brandari (skrýtla))
Brandari eða skrýtla er stutt saga eða spurning sem sett er fram í hálfkæringi í þeim tilgangi að vekja hlátur hjá lesanda eða áheyranda. Til eru mismunandi gerðir brandara og má þar nefna fimmaurabrandara, pabbabrandara, dónabrandara og tarsanbrandara.[1]
Íslensk fyndni er safn séríslenska brandara.
Gamalt dæmi um notkun orðsins brandari sem skrýtla er í greinasafninu Við uppspretturnar eftir Einar Ó. Sveinsson, frá 1956.[2][3] Orðið er þó mun eldra í þessari merkingu[4] sem kemur upprunalega úr dönsku 19. aldar máli.[5] Upprunaleg merking orðsins brandari er skip sem kveikt var í og fleytt að skipum óvinarins til að kveikja í þeim í sjóorrustu.[6][7]
Heimildir
breyta- ↑ Guðrún Kvaran (27.11.2013). „Hvers konar brandarar eru „fimmaurabrandarar"?“. Vísindavefurinn.
- ↑ Haukur Már Helgason (27.6.2000). „Hvenær kemur orðið brandari fyrst fram í rituðu máli og hvernig tengist það gamansemi?“. Vísindavefurinn.
- ↑ „brandari“. Ritmálssafn Orðabókar Háskóla Íslands.
- ↑ „Purpurarauði kjóllinn“. Dagsbrún. 17. ágúst 1908. bls. 2. Sótt 14. október 2024. „Í huganum heyrði hún stúlkurnar hlæja og flissa, heyrði Bachman gamla æpa brandara sína, sem enginn skyldi [...]“
- ↑ „brander“. Ordnet.dk. Den danske ordbog.
- ↑ Børresen, Jacob (29. ágúst 2024), „brander – skip“, Store norske leksikon (norska), sótt 14. október 2024
- ↑ sjá dæmi á Tímarit.is
Ytri tenglar
breyta- Eyja Margrét Brynjarsdóttir (21.2.2002). „Er hægt að halda því fram að eitthvað sé fyndið og eitthvað annað sé það ekki?“. Vísindavefurinn.