Bróðir Svartúlfs

Bróðir Svartúlfs er íslensk hljómsveit, sem er afkvæmi fimm ólíkra hugmynda. Samstarfið hófst september 2008 og kom öllum meðlimunum strax á óvart hve samstilltir þeir voru, sérstaklega þegar litið var til forsögu hvers og eins þeirra í tónlist. Margur hefur reynt að koma bandinu fyrir innan ákveðins ramma eða stefnu, en ásættanleg niðurstaða í þeim málum hefur enn ekki fengist. Meðlimir kæra sig yfirleitt köllótta um þetta mál og fljóta því stefnulaust áfram, og hefur hömluleysið enn sem komið er einungis skilað sér í formi litríkari tónlistarsköpunar. Sveitin tók þátt í Músíktilraunir 2009 og ekki vildi betur til en svo að hún fór með sigur af hólmi.

MeðlimirBreyta

 1. Arnar Freyr Frostason - Rapp/söngur
 2. Sigfús Arnar Benediktsson - Rafmagnsgítar
 3. Andri Þorleifsson - Trommur
 4. Jón Atli Magnússon - Bassi
 5. Helgi Sæmundur Guðmundsson - Synth/bakrödd

ÚtgáfaBreyta

Bróðir Svartúlfs gaf út sína fyrstu plötu árið 2009 að nafni Bróðir svartúlfs. Platan fékk 4,0 í einkunn hjá vefritinu Rjómanum.[1]

Lagalisti:

 1. Gullfalleg útgáfa af forljótum náunga
 2. Úldnir og ormétnir ávextir erfiðis
 3. Rólan sveiflast enn
 4. Augun
 5. Fyrirmyndarveruleikaflóttamaður
 6. Alinn upp af úlfum

HeimildirBreyta

 1. „Bróðir svartúlfs - EP“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. febrúar 2010. Sótt 13. nóvember 2010.