Borgarráð Reykjavíkur
Borgarráð Reykjavíkur fer með framkvæmdastjórn Reykjavíkur nema að því leyti sem hún er falin öðrum.
Borgarráð hefur umsjón með stjórnsýslu og rekstri borgarinnar og útbýr áætlanir um fjárhag hennar.
Í ráðinu sitja sjö fulltrúar borgarstjórnar ásamt varamönnum og eru þeir kjörnir til eins árs í senn.
Borgarstjóri hefur ekki atkvæðisrétt í Borgarráði, nema það sé ákveðið sérstaklega, en situr samt sem áður fundi ráðsins.
Borgarstjórnarflokkur sem ekki á fulltrúa í Borgarráði hefur rétt til að tilnefna fulltrúa til setu funda í ráðinu og hefur hann þá tillögurétt og málfrelsi.