Boothia-flói er hafsvæði í Nunavut í Kanada sem markast af Baffinseyju í norðri og austri, Melville-skaga í austri og Boothia-skaga í vestri. Flóinn tengist Prince Regent-vík í norðri og Foxe-dældinni í austri um Fury og Hecla-sund.

Kort sem sýnir staðsetningu Boothia-flóa

Landkönnuðurinn John Ross nefndi flóann í höfuðið á Felix Booth sem kostaði leiðangur hans árið 1829.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.