Bogi (byggingarlist)
- Um aðrar merkingar orðsins, sjá bogi.
Bogi er bogadregin byggingareining sem getur borið uppi mikinn þunga. Bogar voru mikið notaðir í byggingarlist ekki síst meðal Rómverja og er enn víða notaður vegna burðarþols síns. Finna má dæmi um boga í byggingarlist frá 4. árþúsundinu f.Kr., en þeir urðu fyrst vinsælir í Rómaveldi.
Bogar geta verið láréttir, eins og í bogastíflum, þar sem þeir dreifa vökvaþrýstingnum. Bogar bera uppi alls konar hvelfingar, og tunnuhvelfing er samfelldur langur bogi. Andstæða bogabygginga eru byggingar þar sem þverbitar á stöfum eru notaðir til að halda uppi þyngd. Í múrverki hafa bogar ýmsa kosti fram yfir þverbita. Þeir geta náð yfir lengri bil og borið meiri þyngd, auk þess sem hægt er að gera boga úr efni sem er minna um sig. Þegar járnabinding kom til sögunnar á 19. öld dró úr notkun boga í byggingum.
Form
breytaHægt er að skipta bogum í þrjá meginflokka: hringboga, oddboga og fleygboga. Til eru fjölmörg afbrigði af þessum grunnformum, eins og skeifubogi, smárabogi og körfubogi.