Blindaður af ást er lag eftir Gísla Þór Ólafsson, gefið út þann 7. júní árið 2011 sem fyrsta smáskífa Gillons disksins Næturgárun (2012). Lagið var frumflutt í Popplandi þann 22. júní og spilað annaðslagið það sumarið. Lag og texti voru samin þann 28. desember 1998. Lagið er mest spilaða Gillonlagið í útvarpi og hefur Gillon hvað oftast spilað það þegar hann spilar opinberlega og oft skeytt við lagið Hringekjan sem er lag við ljóð Geirlaugs Magnússonar og kom út á næstu plötu Gillons, Bláar raddir (2013). Lagið var tekið upp í Stúdíó Benmen og flutt af nokkrum meðlimum bandsins Contalgen funeral, en auk Gísla og Sigfúsar (upptökustjórn, trommur, hljómborð og rafmagnsgítar) eru þau Sigurlaug Vordís og Andri Már í bakröddum í laginu.

Í lok ágúst 2019 varð lagið aðgengilegt á Spotify, en þá var diskurinn Næturgárun settur á þá veitu. Í kjölfarið kom út 7" smáskífa með laginu ásamt laginu "Andrés Önd" á b-hliðinni. Áður hafði lagið komið út á heimagerðri smáskífu (geisladiski) og á Youtube og Soundcloud.

Hljóðfæraleikur breyta

  • Andri Már Sigurðsson: Bakraddir
  • Gísli Þór Ólafsson: Kassagítar, bassi og söngur
  • Sigfús Arnar Benediktsson: Rafmagnsgítar, trommur, hljómborð og upptökustjórn
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir: Bakraddir

Ytri tenglar breyta

Hér má heyra lagið á Youtube