Bjarni Ingimundarson

Bjarni Ingimundarson (d. 1299) var ábóti í Þingeyraklaustri frá 1280 til dauðadags. Hann tók við af Vermundi Halldórssyni, sem dó 1279. Hann er sagður hafa verið guðrækinn maður og hreinlífur og er sagt að Lárentíus Kálfsson hafi séð á honum heilags manns yfirbragð. Annars er fátt um hann vitað og ætt hans er ekki þekkt.

Bjarni dó 1299 og ábótinn sem þá tók við hét Höskuldur.

HeimildirBreyta

  • „„Þingeyraklaustur". Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 8. árgangur, 1887“.
  • „„Þingeyraklaustur". Sunnudagsblaðið, 20. mars 1966“.