Björn Finnbjörnsson

íslenskur borðtennispilari

Björn Finnbjörnsson var íslenskur borðtennispilari sem lék með borðtennisfélaginu Erninum. Hann vann sex titla á ferli sínum. Með félagi sínu vann hann 1. deild karla 1973 og 1974. Hann vann meistaraflokk karla 1971 og 1972, tvenndarleik karla ásamt Jóni A. Karlsyni 1973 og loks tvenndarkeppni ásamt Elísabetu Simsen 1972.[1]

Hann tók þátt í fyrsta Reykjavíkurmeistaramótinu í borðtennis 26. – 27. apríl 1971. Hann og Ólafur Garðarson tryggðu sér fyrsta sæti og þurftu að leika úrslitaleik sín á milli sem Björn vann.[2] Á sama ári 6. – 7. nóvember 1971 var hann fyrirliði íslenska borðtennislandsliðsins á Norðurlandameistaramótinu í Osló. Liðið þurfti að fá undantekningu frá alþjóðasambandinu til að taka þátt því ekki var búið að stofna borðtennisamband á Íslandi.[3] Allir leikir íslenska landsliðsins töpuðust á mótinu.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. Íslandsmeistaratal 1971 – 2011[óvirkur tengill], Borðtennisamband Íslands.
  2. „Hörð og spennandi keppni í borðtennis“, Morgunblaðið, 75. tölublað (31.03.1971), blaðsíða 31.
  3. „Íslenskir borðtennisleikarar á Norðurlandameistaramót“, Þjóðviljinn, 240. tölublað (22.10.1971), blaðsíða 6-7.
  4. „Vélmennið erfitt viðureignar“, Morgunblaðið, Íþróttafréttir Morgunblaðsins (31.10.1972), blaðsíða 6.