Björgvin Halldórsson (1969)

Björgvin Halldórsson er 45-snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1969. Á henni flytur Björgvin Halldórsson tvö lög. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: City of London Recording Studios og Ríkisútvarpið. Pressun PYE. Ljósmynd: Óli Páll. Hönnun: Baldvin Halldórsson. Prentun: Offsetmyndir sf.

Björgvin Halldórsson
Bakhlið
T 109
FlytjandiBjörgvin Halldórsson
Gefin út1969
StefnaDægurlög
ÚtgefandiTónaútgáfan

Lagalisti

breyta
  1. Þó líði ár og öld - Lag - texti: M. Brown, B. Galilli, T. Sarasone - Kristmann Vilhjálmsson
  2. Í draumalandi - Lag - texti: Cason, Gayden - Kristmann Vilhjálmsson

Þó líði ár og öld

breyta
Alltaf þrái ég þig heitt
Þó líði ár
Í heiminum getur ei neitt
Þerrað mín tár
Þó líði ár og öld
Er ást mín ætíð ætluð þér
Þó gleymir þú í heimsins glaum
Öllu um mig
Ég elska þig
Í svefni sem vöku
Sé eg þig
Brosandi augun þín
Yfirgefa ei mig
Þó líði ár og öld
Er ást mín ætíð ætluð þér
Þó gleymir þú í heimsins glaum
Öllu um mig
Ég elska þig
Svo flykkjast árin að
Og allt er breytt
Í minningunni brenna þó
Augun þín heit
Þó líði ár og öld
Er ást mín ætíð ætluð þér
Þó gleymir þú í heimsins glaum
Öllu um mig
Ég elska þig