Hjúki og Bil
persónur úr norrænni goðafræði
(Endurbeint frá Bil og Hjúki)
Hjúki og Bil eru persónur eða goð sem tengd eru Mána. Eru þau sögð í Eddukvæðum[1] vera systkini sem Máni stal af jörðu. Faðir þeirra var Viðfinnur[2].
Nafnið Bil er talið þýða augnablik og Hjúki þýði sá sem læknast.[3] Bil hefur verið tengd við akuryrkju-vættina Bilwis sem var þekkt í germanskri þjóðtrú.[4]
Tilvísanir
breyta- ↑ Gylfaginning, kafli 11. Bil er svo nefnd aftur í nafnalista kafla 35, og í köflum 47 og 75 í Skáldskaparmálum.
- ↑ Hann (Máni) tók tvö börn af jörðu er svo heita: Bil og Hjúki, er þau gengu frá brunni þeim er Byrgir heitir og báru á öxlum sér sá er heitir Sægur, en stöngin Símul. Viðfinnur er nefndur faðir þeirra. Þessi börn fylgja Mána, svo sem sjá má af jörðu.
- ↑ Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
- ↑ Wolfgang Golther: Germanische Mythologie: Vollständige Ausgabe. Marix-Verlag, Wiesbaden 2011, ISBN 978-3-937715-38-4.