Bikarkeppni FRÍ innanhúss
Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) innanhúss fór fyrst fram árið 2007 og hefur verið haldin á hverju ári síðan þá. Keppt er um þrjá bikara, í kvennakeppni, karlakeppni og í heildarkeppni.
Í bikarkeppni í frjálsum sendir hvert lið einn keppanda í hverja grein og hver keppandi má einungis taka þátt í tveimur greinum auk boðhlaups. Hver keppandi fær stig, og eru stigin veitt þannig að fyrsti maður fái jafnmörg stig og þátttökuliðin eru mörg, annar maður einu stigi færra o. s. frv.
3 lið hafa unnið heildarkeppnina hingað til, Breiðablik(1), ÍR(9) og FH(6).[1]
Saga
breytaSigurvegarar eftir árum í öllum keppnum í töflu og svo sigurvegarar í heildarkeppninni sýndir á tímalínu.
Árið 2021 fór Bikarkeppnin ekki fram vegna Covid-19.
Ár | Heildar | Kvenna | Karla |
2007 | Breiðablik | Breiðablik | Breiðablik |
2008 | ÍR | ÍR | FH |
2009 | FH | ÍR | FH |
2010 | ÍR | ÍR | FH |
2011 | ÍR | ÍR | ÍR |
2012 | FH | ÍR | FH |
2013 | ÍR | ÍR | Norðurland |
2014 | ÍR | ÍR | ÍR |
2015 | ÍR | ÍR | ÍR |
2016 | FH | FH | FH |
2017 | ÍR | ÍR | ÍR |
2018 | ÍR | ÍR | FH |
2019 | ÍR | FH | ÍR |
2020 | FH | FH | FH |
2021 | |||
2022 | FH | FH | FH |
2023 | FH | FH | FH |