Bergsveinn Birgisson

(Endurbeint frá Bergsveinn birgisson)

Bergsveinn Birgisson (fæddur árið 1971 í Reykjavík) er íslenskur rithöfundur og doktor í norrænum fræðum. Hann stundaði nám við Háskóla Íslands, Háskólann í Osló og Háskólann í Björgvin.[1]

Bergsveinn var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsögurnar Landslag er aldrei asnalegt (2003), Svar við bréfi Helgu (2010) og Lifandilífslækur (2018) auk þess sem Svar við bréfi Helgu var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir Svar við bréfi Helgu árið 2010 og tíu árum síðar var hann tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Lifandilífslæk.[1]

Bækur

breyta
  • 1992 - Íslendingurinn - ljóðabók
  • 1997 - Innrás liljanna - ljóðabók
  • 2003 - Landslag er aldrei asnalegt - skáldsaga
  • 2009 - Handbók um hugarfar kúa – skáldfræðisaga - skáldsaga
  • 2010 - Svar við bréfi Helgu - skáldsaga
  • 2011 - Drauganet - ljóðabók
  • 2013 - Svarti víkingurinn (Den svarte vikingen) - fræðirit
  • 2015 - Geirmundar saga heljarskinns - skáldsaga
  • 2016 - Leitin að svarta víkingnum - röksaga
  • 2020 - Þormóður Torfason: Dauðamaður - fræðirit
  • 2020 - Lifandilífslækur - skáldsaga
  • 2021 - Kolbeinsey - skáldsaga

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Bergsveinn Birgisson | Bókmenntaborgin“. bokmenntir.is. Sótt 18. nóvember 2024.