Berbice-fljót er fljót í Gvæjana. Upptök þess eru í hálendi í héraðinu Rupununi. Þaðan rennur Berbice-fljót 595 km til Atlantshafsins í norðri um skógi vaxið land í austurhluta Gvæjana. Sjávarfallamörk eru 160 til 320 km frá ströndinni. Bærinn Nýja Amsterdam er á austurbakka fljótsins í árósunum. Krabbaeyja liggur í mynni árinnar.

Bátar á Berbice-fljóti.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.