Benóný Ægisson
Íslenskur rithöfundur
Benóný Ægisson (fæddur 1952) er íslenskur rithöfundur. Fyrsta bók hans, Tekið í, kom út árið 1974. Fyrsta leikrit hans var söngleikurinn Skeifa Ingibjargar sem var frumsýndur árið 1979. Birt leikverk hans eru um það bil þrjátíu, þar á meðal Vatn lífsins í Þjóðleikhúsi, Hið ljúfa líf og Töfrasprotinn í Borgarleikhúsi og Engin miskunn og Frekari innheimta í Sjónvarpinu. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leikritaskrif.
Benóný hefur starfað í leikhúsi, á Íslandi og erlendis, sem leikari, tónlistarmaður og leikstjóri. Hann hefur unnið sem handverks- og myndlistarmaðuri, leikið í hljómsveitum og samið fjölda sönglaga.