Commentarii de Bello Civili

(Endurbeint frá Bellum civile)

Commentarii de Bello Civili, stundum nefnt De Bello Civili, Bellum Civile og á íslensku Borgarastríðið er rit sem Júlíus Caesar samdi um átök sín og Gnaiusar Pompeiusar og öldungaráðs Rómar. Ritið er í þremur bókum og er styttra en fyrra rit Caesars um Gallastríðin. Það fjallar um atburði áránna 49-48 f.Kr., eða skömmu áður en Caesar hélt yfir Rúbíkon fljót með hersveitir sínar og þar til Pompeius flúði til Egyptalands eftir að hann var sigraður í orrustunni við Farsalos og Caesar veitti honum eftirför. Ritinu lýkur þegar Pompeius hefur verið ráðinn af dögum og Caesar reynir að stilla til friðar í erjum stjórnhafa í Egyptalandi.

Fræðimenn eru sammála um að ritið sé ósvikið. Framhald þess í De Bello Alexandrino, De Bello Africo og De Bello Hispaniensis eru aftur á móti ekki talin vera eftir Caesar. Sagnaritarinn Suetonius stakk upp á Aulusi Hirtiusi og Gaiusi Oppiusi sem mögulegum höfundum þeirra.[1]

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Suetonius, Ævi Júlíusar Caesars 56