Bellingshausenhaf
Bellingshausenhaf er hafsvæði í Suður-Íshafi vestan við Suðurskautsskaga og Alexandereyju og austan við Flugfiskahöfða á Thurston-eyju og sunnan við Eyju Péturs 1. Í suðri eru, frá vestri til austurs, Eights-strönd, Bryan-strönd og Enska ströndin.
Hafið heitir eftir rússneska flotaforingjanum Fabian Gottlieb von Bellingshausen sem kannaði þetta svæði árið 1821.