Beinahús Jakobs er kalksteinskistill frá 1. öld sem var talinn tengjast Jakobi bróður Jesú. Slíkir kalksteinskistlar voru hluti af greftrunarsiðum gyðinga í Jerúsalem á 1. öld en þá voru lík látið þorna og beinum síðan komið fyrir í litlum kistlum. Á eina hlið kistilsins er þessi áletrun á arameísku Ya'akov bar-Yosef akhui diYeshua en það þýðir "Jakob, sonur Jóseps, bróðir Jesús". Fornleifaráð Ísraels (IAA) lýsti því yfir árið 2003 að áletrunin væri fölsuð.

Beinahús Jakobs sem var til sýnis hjá Royal Ontario safninu frá 15. nóvember 2002 til 5. janúar 2003.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.