Beinahús Jakobs
Beinahús Jakobs er kalksteinskistill frá 1. öld sem var talinn tengjast Jakobi bróður Jesú. Slíkir kalksteinskistlar voru hluti af greftrunarsiðum gyðinga í Jerúsalem á 1. öld en þá voru lík látið þorna og beinum síðan komið fyrir í litlum kistlum. Á eina hlið kistilsins er þessi áletrun á arameísku Ya'akov bar-Yosef akhui diYeshua en það þýðir "Jakob, sonur Jóseps, bróðir Jesús". Fornleifaráð Ísraels (IAA) lýsti því yfir árið 2003 að áletrunin væri fölsuð.