Taílenskt bat

(Endurbeint frá Bat)

Bat (THB) er opinber gjaldmiðill í Taílandi. Einu bati er skipt upp í 100 satang.

1 baht, seðill frá 1948.

Bæði seðlar og mynt eru með á annarri hliðinni mynd af konunginum, frá 2016 Vajiralongkorn, Rama X af Taílandi

Í umferð eru myntir með upphæðirnar 25 og 50 satang og 1, 2, 5, og 10 böt, en seðlar með upphæðirnar 20, 50, 100, 500 og 1000 böt.

Upprunalega var bat tiltekin vigt, og var fyrst miðað við magn af hrísgrjónum en síðar af silfri.

Taílendingar nota ennþá mikið reiðufé fremur en greiðslukort.

Tilvísanir

breyta