Basra
Basra er næststærsta borgin í Írak. Er staðsett um 550 kílómetra suðaustur af Bagdad, og 55 km frá Persaflóanum. Íbúatala er um 1,3 milljónir (2018). Basra liggur við fljótið Shatt al-Arab og er mikilvægasta hafnarborg landsins.
Borgin var stofnuð af Aröbum á 7. öld með landvinningum islamista meðfram helsta verslunarslóðanum milli Miðjarðarhafs og Austurlanda.
Meirihluti íbúa eru sítar og var hún miðstöð blóðugrar niðurkæfðrar uppreisnar gegn stjórn Saddam Hússein árið 1991.