Banjul
Banjul er höfuðborg Gambíu. Íbúar eru um 35 þúsund en um 360 þúsund búa á stórborgarsvæðinu. Borgin stendur á eyju við ósa Gambíufljóts þar sem það rennur út í Atlantshaf. Hún tengist við meginlandið í suðri og vestri með brúm auk þess sem ferjur ganga austur yfir fljótið. Borgin var stofnuð af Bretum sem settu þar upp miðstöð fyrir þrælaverslun á 19. öld.