Baffinsflói
(Endurbeint frá Baffinflói)
Baffinsflói er hafsvæði í Norður-Atlantshafi milli Vestur-Grænlands og Baffinslands sem er hluti af Kanada. Hann tengist Atlantshafi um Davis-sund og Labradorhaf en Norður-Íshafi um Naressund. Flóinn er ísi lagður stærsta hluta ársins en á sumrin opnast um 80.000 km² vök, Norðurvök, nálægt Smith-sundi. Flóinn heitir eftir enska landkönnuðinum William Baffin.