Bútúrú

Bútúrú er lítil eyja suðaustur af Tævan.

Ponso no Tao - Ângthâusū - (Lanyu, Taitung County).svg


Eyjuna byggja fólk af taó-þjóðflokki en ekki kínverjar einsog um mestan hluta Tævan. Eru taó-menn taldir hafa komið til eyjunar fyrir 800 árum frá Batan.

Taó-menn kalla sjálfir eyjuna 'Ponso no Tao' sem er þýtt á ensku sem "Island of the people" eða "Eyja Fólksins". Annað heiti sem taó-fólkið hefur yfir eyjuna er Irala eða Írala. Nú um mundir munu eyjuna biggja um 4000 og þaraf um 2 400 af þjóðflokki taó en afgangurinn han-kínverjar.

Á Fillipseyjum er eyjan oft kölluð Botel Tobago svo enn eitt nafnið sé notað.

Á eyjunni var biggð geymsla fyrir kjarnorkuúrgang (The Lanyu nuclear waste storage facility) árið 1982 án undangengins samráðs við taó-fólkið. Og hefur það vitaskuld ekki vakið mikla hrifningu og hefur oft verið mótmælt.

Geymslan tekur við úrgangi frá öllum þrem kjarnorkuverum Tævan. Um 100 000 tunnur af kjarnorkuúrgangi er geymdar þar.

Árið 2002 og aftur 2012 voru mikil mótmæli frá íbúunum þar sem krafist var að úrgangurinn væri fjarlægður frá eyjunni.


flatarmál bútúrú er um 45 km²