Búrfellshyrna er fjall í innanverðum Svarfaðardal. Hún er gerð úr basaltlögum sem eru tæplega 10 milljón ára gömul og nær 1.091 meters hæð á hæsta tindi. Neðan undir fjallinu eru bæirnir Búrfell og Hæringsstaðir. Sitt hvorum megin við það eru stuttir afdalir, Búrfellsdalur og Grýtudalur. Í Búrfellsdal er Búrfellsjökull, lítill daljökull sem vakið hefur athygli jöklafræðinga því hann hleypur fram á nokkurra áratuga fresti og er því svokallaður hlaupjökull.

Búrfellshyrna
Hæð1.091 metri
LandÍsland
SveitarfélagDalvíkurbyggð
Map
Hnit65°50′11″N 18°43′37″V / 65.8365°N 18.726992°V / 65.8365; -18.726992
breyta upplýsingum


  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.