Böðvarsdalur
(Endurbeint frá Böðvarsdalur í Vopnafirði)
Böðvarsdalur í Vopnafirði er stærsti dalurinn sem skerst inn í fjalllendið á milli Vopnafjarðar og Fljótsdalshéraðs og liggur vestan við Hellisheiði eystri. Nú liggur vegur úr dalnum upp á heiðina en ráðgert hefur verið að gera jarðgöng, Vopnafjarðargöng, úr Böðvarsdal til Héraðs.
Í Böðvarsdal er bærinn Eyvindarstaðir. Samkvæmt Vopnfirðinga sögu fór Eyvindastaðabardagi þar fram. Eyvindur bóndi á Eyvindarstöðum stöðvaði bardagann með setstokk sínum. Í dalnum var einnig bærinn Böðvarsdalur, sem nú er í eyði, sagður kenndur við Böðvar nokkurn sem þar bjó á landnámsöld, og á að hafa verið til söguþáttur af honum.