Bæjargil
Bæjargil er að finna fyrir ofan bæjarstæði á Húsafelli. Gilið er vítt og djúpt og skilur þar á milli Bæjarfells og útfjallsins. Innarlega í gilinu er hár foss og þar í hlíðunum er að finna auðunnið og sérstætt rauðleitt og bláleitt grjót sem ábúendur Húsafells, þar á meðal myndlistamaðurinn Páll Guðmundsson, hafa unnið úr legsteina og aðra steingripi. Fært er úr gilinu upp við fossinn og að baki hans er tveir aðrir háir en vatnslitlir fossar.
Heimildir
breyta- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.