Klettahnúta eða blámjalta (latin: Astragalus norvegicus) er tiltölulega sjaldgæf planta í ertublómaætt (Fabaceae). Hún verður 20 til 35 sm há, með uppréttum, stífum stöngli og fjaðurlaga blöð án klifurþráða. Ljósgráblá til blá blómin koma í júlí - ágúst.

Klettahnúta
klettahnúta í vegkanti á auturlandi
klettahnúta í vegkanti á auturlandi
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales')
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættkvísl: Hnútur (Astragalus)
Tegund:
Klettahnúta

Tvínefni
Astragalus norvegicus
Grauer
Samheiti

Tragacantha lapponica (DC.)Kuntze
Astragalus subpolaris Boriss. & Schischk
Astragalus oroboides Hornem.
Astragalus lapponicus (DC.)Schischk.
Astragalus alpinus var. giganteus Pall.

Fræbelgirnir eru brúngrænir og hærðir með svört hár. Þeir eru 10 mm langir, og opnast á haustin.

Tegundin líkist mjög Astragalus alpinus, en sú seinni er með smærri og mjórri blöð og fleiri smáblöð. Þess utan er klettahnúta meira blá og síður fjólulit.

Útbreiðsla

breyta

Klettahnúta vex í rökum og kalkríkum jarðvegi. Hann þrífst helst þar sem vatn rennur, meðfram ám og lækjum, í kjarri og blómaengjum.

Hún er útbreidd í fjöllum Skandinavíu frá Sogn og Heiðmörk Noregi norður að Finnmerkur og Svíþjóðarmegin er hún í Dalarne, Jämtland og Härjedalen.[1]

Notkun

breyta

Klettahnúta hefur verið lítið eitt notuð í landgræðslu hérlendis.

Tilvísanir

breyta
  1. Lennart Stenberg (red.), Steinar Moen (norsk red.), Gyldendals Store nordiske Flora, 2003 (Oslo 2007), side 338

Ytri tenglar

breyta