Arion Lusitanicus er af Arionidae-ætt snigla sem ekki bera kuðung. Snigillinn er frá Portúgal. Vargsnigill var um tíma talinn til þessarar tegundar, en innri líffæri eru öðruvísi og litningatala er önnur.

Arion lusitanicus
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Lindýr (Mollusca)
Flokkur: Sniglar (Gastropoda)
Ættbálkur: Lungnasniglar (Pulmonata)
Ætt: Arionidae
Ættkvísl: Arion
Tegund:
A. lusitanicus

Tvínefni
Arion lusitanicus
Mabille, 1868