Antoine Augustin Cournot

franskur heimspekingur, stærðfræðingur og hagfræðingur (1801-1877)
(Endurbeint frá Antoine-Augustine Cournot)

Antoine-Augustin Cournot (28. agúst 1801 – 31. mars 1877) var franskur heimspekingur og stærðfræðingur sem átti gríðarlegan þátt í þróun hagfræðinnar sem fræðigrein. Cournot var fyrsti hagfræðingurinn sem, með sérþekkingu á báðum greinum, beitti stærðfræði við meðferð hagfæði.[1] Cournot  ásamt Johann Heinrich von Thünen eru taldnir fyrstu stærðfræðilegu hagfræðingarnir.[2] Hann naut virðingar í lifanda lífi, en það var ekki fyrr en áhrif hans á hagfræðina komu ekki fram fyrr en eftir andlát hans. Hann er jafnan talinn einn mikilvægasti forgöngumaður jaðarbyltingar Nýklassískrar hagfræði.

Antoine-Augustin Cournot

Cournot var virtur og viðurkenndur vísindamaður meðan hann lifði en það var ekki tekið mark á rannsóknum hans og skrifum. Það var fyrst eftir andlát hans að áhrif hans á þróun hagfræðinnar komu fram.

Ferill og framlög til hagfræði

breyta

Cournot stundaði nám við Normal Superior School í París þaðan sem hann útskrifaðist í raunvísindum árið 1823. Hann var formaður stærðfræðigreiningar við háskólann í Lyon 1834. Rektor Academy of Dijon frá 1854 til 1862.[3]

Cournot er þekktur fyrir margvíslegar hagfræðikenningar sínar, en flestar þeirra eru tengdar jafnvægi á markaði. Frægasta verk hans er bókin Recherches sur les principes mathématiques de la théorie des richesses (1838) (Rannsóknir á stærðfræðilegum grundvallaratriðum auðæfanna), þar sem hann beitti stærðfræðilegum aðferðum við greiningu hagfræðilegra viðfangsefna.[4] Verkið hlaut ekki mikilla vinsælda á árum Cournot, hann reyndi að endurskrifa bókina tvisvar en það gekk brösuglega. Á síðari tímum hefur ritið haft mikil áhrif á hvernig hagfræði er kennd.

Cournot byggði hagfræðilegar kenningar sínar á því að það eru einungis tvær tegundir af þátttakendum á markaði, annarsvegar eru framleiðendur, og hinsvegar kaupendur, sem báðir hafa það markmið að hámarka ábata sinn. Í bók sinni beitti Cournot aðferðum jaðargreiningar, einn fyrstur hagfræðinga. Hann sýndi fram á að hagnaður er hámarkaður þegar jaðarkostnaður er jafn jaðartekjum, og notaði aðferðir jaðargreiningar til að þróa nokkuð ítarlega hagfræði greiningu fyrirtækja.[2] Cournot sett fram eftirspurn og framboð sem fall af verði og var fyrstur til að teikna eftirspurnarfall, sem hafði áhrif á verk Alfred Marshall.[2]

Mikilvægasta framlag Cournot til hagfræðinnar voru kenningar hans um framboð og eftirspurn og markaðsjafnvægi undir einokun, tvíkeppni og fullkomni samkeppni. Hann var fyrstur til að skilgreina og teikna eftirsprunarferil sem sýndi samband milli verðs og eftirspurnar. Hann sýndi þar fram á að hagnaðarhámörkun framleiðanda er náð þar sem jaðarkostnaður jafngildir jaðartekjum. Þar að auki kynnti hann hugmyndina um verðteygni eftirspurnar en hún, líkt og margar aðrar kenningar hans, eru grundvallaratriði í hagfræði nútímans.[5]

Cournot uppgötvaði einnig í raun hugmyndina um leikjafræði en bókin hans kom út 100 árum áður en John Nash frumsýndi sínar kenningar í leikjafræði. Í bókinni víkkar Cournot greiningu á markaðsskipulagi, en hann rannsakaði tvíkeppni þar sem einungis tvö fyrirtæki með sömu kostnaðarföll, keppast með einsleitar vörur í kyrrstöðu.[6]

Stærðfræðileg nálgun Cournot hafði mikil áhrif á kenningar sem komu fram um 1870 með svokallaðri jaðarbyltingu hagfræðinnar og nýklassíska hagfræði. Jafnvægiskenning Léon Walras er talinn vera fyrir áhrifum stærðfræðilegum verkum Cournot.[2] Einnig setti Cournot fram kenningar um hegðun einokunarfyrirtækja og er Cournot-samkeppnin kennd við hann.[7]

Tilvísanir

breyta
  1. „Augustin Cournot - Biography“. Maths History (enska). Sótt 17. september 2021.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 David Colander; Harry Landreth (1989). History of Economic Theory. Houghton Mifflin Company. bls. 319.
  3. „Antoine Augustin Cournot“.
  4. Cournot, A. A. (Antoine Augustin); Bacon, Nathaniel Terry; Fisher, Irving (1897). Researches into the mathematical principles of the theory of wealth. unknown library. New York, Macmillan; London, Macmillan;.
  5. „Augustin Cournot“. www.hetwebsite.net. Sótt 17. september 2021.
  6. „Cournot duopoly | Policonomics“ (bandarísk enska). Sótt 17. september 2021.
  7. „Cournot competition“, Wikipedia (enska), 29. desember 2020, sótt 17. september 2021