Anna Jacobson Schwartz (f. 11. nóvember 1915 – d. 21. júní 2012) var bandarískur hagfræðingur. Hún hóf störf sem hagfræðingur árið 1935 þá aðeins 19 ára gömul og nýkomin með meistaragráðu í hagfræði.

Anna Schwartz.

Hún starfaði hjá Hagstofu Bandaríkjanna (The National Bureau of Economic Research) og sem blaðamaður hjá New York Times tímaritinu. Anna kenndi einnig hagfræði í mörgum skólum og hafði rannsóknir sínar í forgangi. Hún gaf út margar greinar og bækur yfir ævina og var umfjöllunarefnið einna helst alþjóðleg peningaþróun. Anna var í miklu samstarfi og skrifaði mikið með Milton Friedman, Nóbelsverðlaunahafa.

Henni var gefinn titillinn heimsins besti peningafræðimaðurinn af Paul Krugman, fyrir störf sín hjá Hagstofu Bandaríkjanna. Þar vann hún frá árinu 1941. Upprunalega var hún þó þekkt innan hagfræðinnar fyrir magnbundna hagfræði (enska: quantitative economic history).[1]

Ævi breyta

Anna fæddist í New York í Bandaríkjunum þann 11.nóvember árið 1915. Hún var þriðja barn af fimm systkinum foreldra sinna, þeirra Pauline Jacobson og Hillel Jacobson sem voru innflytjendur frá Austur-Evrópu.

Hún útskrifaðist 18 ára gömul úr Barnard háskólanum og fór þá beint í meistaranám í hagfræði í Columbia háskólanum sem hún útskrifaðist úr ári seinna og hóf þá störf sem hagfræðingur.

Anna giftist Isaac Schwartz árið 1936 og eignaðist með honum fjögur börn.[2]

Rannsóknir með Milton Friedman breyta

Þegar Anna vann hjá hagstofunni hóf hún farsælt samstarf með Milton Friedman og saman skrifuðu þau greinar og bók. Þau rannsökuðu áhrif og hlutverk peninga í hagsveiflum. Bókin þeirra, A Monetary History of the United States 1867 - 1960, var um kreppuna miklu og orsakir hennar. Í bókinni kenndu þau bandaríska Seðlabankanum (enska: federal reserve system) um kreppuna miklu.[3]

Framlög til hagfræðinnar breyta

Helsta framlag Önnu til hagfræðinnar er vitaskuld áðurnefnt rit sem hún skrifaði með Milton Friedman. Skrifin þeirra Önnu og Friedman‘s áttu að sýna fram á að hagsveiflur væru einna helst knúnar áfram af sveiflum og óreglusemi í peningamagni. Þetta lagði línurnar fyrir mót-byltingu peningastefnunnar. Þau sættu þó mikilli gagnrýni fyrir að notfæra sér ekki hagfræðikenningar nútímans heldur að nota nálgun á gögn sem kennd var við reynslu og fræðilegar stofnanir. Þrátt fyrir allan þennan mótþróa var bókin þeirra eitt helsta og áhrifamesta ritið á 20.öldinni. [4]

Þessi fræga bók þeirra var gefin út árið 1963 og ásamt henni var gefin út greinin ‚Peningar og viðskipta hringrásir‘ (enska: Money and Business Cycles) sem varð álíka þekkt og bókin sjálf. Greinin var birt í ‚Endurskoðun hagfræði og tölfræði‘ (enska: Review of Economics and Statistics). Þau skrifuðu fleiri bækur saman, annars vegar Monetary Statistics of the United States, gefin út árið 1970 og hins vegar Monetary Trends in the United States and the United Kingdom: Their Relation to Income, Prices and Interest Rates 1867-1975 sem var gefin út árið 1982.[5]

Schwarts ásamt Friedman hafði mikil áhrif og meðal annars höfðu verk þeirra þau áhrif að það var orðinn almennur hugsanaháttur að horfa á kreppuna útfrá alþjóðlegu sjónarhorni. Prófanir voru gerðar á tilgátum með því að bera saman upplifanir mismunandi landa sem þurftu að þola miklar og alvarlegar niðursveiflur. Þetta má einnig rekja til Temin sem vildi meina að kreppan væri miðlæg í Bandaríkunum og að hún fylgdi helst átökum og stefnum Bandaríkjanna.[6]

Önnur störf Önnu hafa einnig verið áberandi í gegnum tíðina og þá má helst nefna miðlun hennar á verðbólgu og hagsveiflum alþjóðlega ásamt hlutverki sem stjórnvöld gegna varðandi peningamál og mælingar á vaxtahegðun og framleiðni sem bankarnir skila. Þar að auki spilaði hún stórt hlutverk hvað varðar peningaviðmið og verðhjöðnun. Schwarts vildi meina að svarið lægi ekki í því að vera með inngrip á markaði eins og að bregðast við lánafjárkreppunni með sértækum áætlunum eða að dæla auka lausafé inn á markaði. Þetta lét hún frá sér í viðtali sem Barrons tók við hana árið 2008.

Tilvísanir breyta

  1. „Anna Jacobson Schwartz“. Jewish Women's Archive (enska). Sótt 9. október 2022.
  2. „Anna Jacobson Schwartz“. Jewish Women's Archive (enska). Sótt 9. október 2022.
  3. „Schwartz, Anna Jacobson“. National Women’s Hall of Fame (bandarísk enska). Sótt 9. október 2022.
  4. „HET: Anna J. Schwartz“. www.hetwebsite.net. Sótt 24. október 2022.
  5. „Anna J. Schwartz“. NBER (enska). Sótt 24. október 2022.
  6. Eichengreen, Barry (2004). „Viewpoint: Understanding the Great Depression“. The Canadian Journal of Economics / Revue canadienne d'Economique. 37 (1): 1–27. ISSN 0008-4085.