Andspyrna (hreyfing)

Andspyrna er lauslegur hópur stjórnleysingja á Íslandi. Upphafsmaðurinn er Sigurður Harðarson, hjúkrunarfræðingur og pönk-söngvari, sem stofnaði vefsíðu Andspyrnu og bókasafn hennar. Engin skrá er haldin yfir meðlimi hópsins, en starfsemin felst í því að reka bókasafnið sem er til húsa í Reykjavíkur akademíunni en þar áður á ýmsum stöðum eins og Friðarhúsi, Kaffi Hljómalind og Tónlistarþróunarmiðstöðinni), selja bækur í distrói (bókamiðlun) Andspyrnu, þýða og gefa út bækur og bæklinga, sýna kvikmyndir og fleira. Á síðu Andspyrnu segir "Barátta anarkista snýst um að fella öll yfirvöld og útrýma allri pýramídalaga skipulagningu. Tvö orð - Án yfirvalds! - eru grunnurinn að hugmyndafræði anarkista; einföld og stutt setning, en flókin og margslungin í verki. Við munum kappkosta að gera grein fyrir fjölbreyttri flóru hugmynda og aðgerða innan anarkismans og eigna ekki neinni einstakri stefnu innan hans blaðið." [1]

Tengill

breyta

Heimildir

breyta
  1. „Heimasíða Andspyrnu“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. ágúst 2020. Sótt 23. mars 2017.
   Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.