Rímur af Andra jarli eru rímur ortar af skáldunum Hannesi Bjarnasyni presti og Gísla Konráðssyni bónda og voru þær gefnar út í Viðeyjarklaustri árið 1834. Rímur af Andra jarli urðu mjög vinsælar.

Til eru fornar rímur, Andra rímur, sem Rímur af Andra jarli byggja á (rímur 1–13) . Hinar fornu Andra rímur voru ortar á 15. öld og eru til í mörgum uppskriftum. Þær þóttu skemmtilegar og höfðu menn dálæti á þeim. Í elsta varðveitta handriti af hinum fornu Andrarímum AM 604 b 4to er m.a. þessi vísa:

Fyrri girntust fagurleg víf
framandi menn að gilja,
þeir settu í háska sál og líf
fyrir sætu mjúkan vilja.

Heimildir

breyta